Ricasoli og Brolio-kastali

Í suð­ur­hluta Tosk­ana er að finna kast­al­ann Brolio, sem hef­ur ver­ið í eigu Ricasoli-fjöl­skyld­unn­ar allt frá tólftu öld. Jafnt Brolio sem Ricasoli tengj­ast sögu Chi­anti Classico órofa bönd­um í gegn­um ald­irn­ar. Það var ár­ið 1143 sem Ricasoli-ætt­in keypti Brolio en upp­haf­lega kom fjöl­skyld­an frá nyrsta hluta Ítal­íu. Bor­g­ríki Tosk­ana áttu á þess­um ár­um í mik­illi tog­streitu um völd í hér­að­inu og var Brolio síð­asti út­vörð­ur Flórens­borg­ar gegn and­stæð­ing­um henn­ar í Si­ena. Kastal­inn var reglu­lega eyði­lagð­ur í orr­ust­um og það var ekki fyrr en á sext­ándu öld, eft­ir að Med­ici-ætt­in sam­ein­aði borg­ir Tosk­ana í eitt stór­her­toga­dæmi, að hann fékk að standa í friði.

Land­bún­að­ur hef­ur alla tíð ver­ið mik­il­væg­ur í kring­um Brolio og þá ekki síst vín­rækt. Eru til heim­ild­ir frá tólftu öld um vín­rækt við kast­al­ann og frá mið­öld­um um sölu á vín­um til norð­ur­hluta Evr­ópu. Á nítj­ándu öld hóf Bettino Ricasoli bar­ón að þróa vín­rækt­ina frek­ar og gerði til­raun­ir með ýms­ar þrúg­ur, þar á með­al fransk­ar þrúg­ur á borð við Ca­ber­net Sauvignon og Pinot No­ir. Komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að San Gioveto di Brolio (af­brigði af Sangiovese) væri sú þrúga er best hent­aði til fram­leiðslu vína í Chi­anti Classico. Þrúg­an Canai­olo gæti bætt við sæt­leika er tempraði hina stífu Sangiovese og hvíta þrúg­an Mal­vasia mýkt þær báð­ar og gert vín, sem ekki væru ætl­uð til ­geymslu, held­ur væru­ að­gengi­leg þeg­ar í stað.

Urðu þess­ar rann­sókn­ir Bettino Ricasoli, sem stund­um var kall­að­ur járn­bar­ón­inn eða Bar­o­ne di Fer­ro, grunn­ur­inn að regl­um um sam­setn­ingu Chi­anti Classico-vína. Það er þó at­hygl­is­vert að hann nefn­ir hvergi hvítu þrúg­una Trebb­i­ano og tel­ur Mal­vasia ein­ung­is henta fyr­ir létt­ari vín. Deil­ur um mik­il­vægi hvítu þrúgn­anna í Chi­anti-vín­um settu sterk­an svip á vín­um­ræðu í Tosk­ana á síð­ari hluta tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar og ár­ið 1996 var ákveð­ið að nema úr gildi regl­ur þær, sem skyld­uðu menn til að nota ákveð­ið lág­marks­hlut­fall af Mal­vasia og Trebb­i­ano. Voru þá flest­ir af bestu fram­leið­end­um Chi­anti hvort eð er þeg­ar farn­ir að virða þær regl­ur að vettugi.

Bettino Ricasoli varð síð­ar ann­ar for­sæt­is­ráð­herra hins nýja lýð­veld­is Ítal­íu eft­ir að hún var sam­ein­uð af Gari­baldi í eitt ríki ár­ið 1871.

Vín­in frá Brolio nutu lengi vel mik­illa vin­sælda um all­an heim en á átt­unda ára­tugn­um keypti Seagrams-sam­steyp­an meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu og hóf að gera um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á rekstr­in­um. Brolio varð að mið­stöð vín­sölu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Ítal­íu og stöðugt minni áhersla var lögð á vín­in sjálf. Orðstír fyr­ir­tæk­is­ins og Ricasoli-nafns­ins fór smám sam­an að dala og við upp­haf tí­unda ára­tug­ar­ins var svo kom­ið að fjöl­skyld­an ákvað að kaupa fyr­ir­tæk­ið aft­ur. Það gerð­ist ár­ið 1993 og var Francesco Ricasoli bar­ón, sem fram að því hafði starf­að sem aug­lýs­inga­ljós­mynd­ari, feng­inn til að taka við stjórn­inni.

Eitt hans fyrsta verk var að losa sig við alla stjórn­end­ur og ráð­gafa er tengst höfðu rekstri fyr­ir­tæk­is­ins og ráða nýtt lið. Glæsi­leg álma í vín­gerð­ar­hús­inu, er not­uð hafði ver­ið sem að­set­ur stjórn­enda og stjórn­ar, var rýmd og þess í stað sett upp gler­skil­rúm á jarð­hæð þar sem skrif­stofu­haldi var kom­ið fyr­ir. Mark­mið Ricasoli var skýrt, hann hugð­ist reisa fyr­ir­tæk­ið er kennt var við fjöl­skyldu hans úr öskustónni og koma því í fremstu röð á ný í Chi­anti Classico. „Seagrams lagði mesta áherslu á magn, mik­inn fjölda vína und­ir ólík­um vöru­merkj­um. Vín­in misstu hins veg­ar þá virð­ingu sem þau höfðu not­ið. Mark­mið mitt er að láta fyr­ir­tæk­ið ein­beita sér að þeim mögu­leik­um sem vín­ekr­ur okk­ar bjóða upp á og ein­ung­is tvö vín eru nú kennd við Brolio-kast­ala. Gæði eru að­al­at­rið­ið og við höf­um lagt í óhemju fjár­fest­ing­ar til að ná mark­mið­um okk­ar,“ seg­ir Ricasoli.

Eld­hug­ur­inn leyn­ir sér ekki og hon­um verð­ur tíð­rætt um „verk­efn­ið“, end­ur­reisn Brolio og Ricasoli-nafns­ins. All­ur hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins fer í nýj­ar fjár­fest­ing­ar og sjálf­ur hef­ur hann af­sal­að sér fyr­ir­tæk­is­bíl til að sýna gott for­dæmi.

Breyt­ing­arn­ar hafa held­ur ekki lát­ið á sér standa. Ár­ið 1993, þeg­ar fjöl­skyld­an keypti aft­ur meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu, voru seld­ar níu millj­ón­ir flaskna ár­lega und­ir Ricasoli-nafn­inu og alls voru vöru­merk­in um þrjá­tíu. Nú hef­ur vín­un­um ver­ið fækk­að nið­ur í átta og hin ár­lega sala er þrjár millj­ón­ir flaskna. Á Ítal­íu ákvað Francesco Ricasoli að selja ein­ung­is þrjú vín til að byrja með á með­an fyr­ir­tæk­ið var að byggja upp nafn sitt á nýj­an leik.

Til að ná fram mark­mið­um sín­um um­bylti Ricasoli öllu í vín­rækt­inni og vín­gerð­inni. Stóru sló­vensku eik­arámun­um var hent út og þess í stað fjár­fest í litl­um barrique-eik­artunn­um. Auk­in rækt var lögð við sjálf­ar vín­ekrurn­ar, þar var nýr vín­við­ur gróð­ur­sett­ur með aukn­um þétt­leika og allt vín­gerð­ar­ferl­ið tek­ið til end­ur­skoð­un­ar. Eitt fyrsta nýja vín­ið til að líta dags­ins ljós var Ca­sal­fer­ro, vín í anda Súper-Tosk­ana-vín­anna, byggt á Sangiovese og með smá Merlot-við­bót í seinni tíð. Ca­sal­fer­ro vakti verð­skuld­aða at­hygli og beindi aug­um manna að Ricasoli á nýj­an leik. Það er hins veg­ar ann­að vín sem lík­lega verð­ur flagg­skip fyr­ir­tæk­is­ins í fram­tíð­inni. Það er vín­ið Castello di Brolio, sem var í fyrsta skipti fram­leitt ár­ið 1997, Chi­anti Classico-vín ein­göngu gert úr Sangiovese. Stór­kost­legt vín sem hef­ur allt það til að bera sem hægt er að óska sér frá Chi­anti Classico-víni. Ca­s­al­fer­ro hef­ur styrk­inn og vöðvana, Castello di Brolio mýkt­ina og fág­un­ina. Að auki fram­leið­ir Ricasoli ein­fald­ari Classico, Brolio, úr eig­in þrúg­um og mjög vand­að­an Chi­anti Classico, Rocca Gu­icci­arda, úr að­keypt­um þrúg­um.

„Ég er þeirr­ar skoð­un­ar að við eig­um að snúa aft­ur til þess að fram­leiða besta vín­ið und­ir nafn­inu Chi­anti Classico. Við eig­um ekki að skamm­ast okk­ar fyr­ir það heiti. Ég tel einnig að Brolio hafi ákveðn­um skyld­um að gegna, sög­unn­ar vegna, í þessu sam­hengi.“ seg­ir Francesco Ricasoli. Þeg­ar Castello di Brolio var kynnt var ekki efnt til mik­ill­ar kynn­ing­ar­her­ferð­ar um all­an heim held­ur vín­ið kynnt þrjá­tíu blaða­mönn­um á lát­laus­an hátt í kast­al­an­um, þar sem fað­ir Francescos býr enn. „Vín­ið verð­ur að standa á eig­in fót­um,“ seg­ir hann um ástæð­ur þess að hann gerði ekki meira úr hinu nýja víni. Við­brögð­in hafa þó ekki lát­ið á sér standa og greini­legt að ný stjarna er fædd í Chi­anti.

„Þeg­ar ég hófst handa í upp­hafi héldu all­ir að ég væri geng­inn af göfl­un­um,“ seg­ir Francesco Ricasoli og bros­ir. Eng­um dett­ur það í hug leng­ur.

 

Deila.