Canepa Pinot Grigio Reserva 2007

Það er ekki oft sem að maður rekst á vín úr þrúgunni Pinot Grigio í Chile. Hún er hins vegar vissulega ræktuð þar og hugsanlega kann sú staðreynd að Canepa-fjölskyldan á ættir sínar að rekja til Ítalíu að hafa ráðið einhverju um það að Pinot Grigio var gróðursett á ekrum þeirra.

Canepa Pinot Grigio Reserva 2007 er ljóst á lit, einfalt í uppbyggingu en ljúft og nokkuð sjarmerandi. Björt angan, perusafi og ferskjur tekur á móti manni í glasinu. Létt og ferskt með ágætri lengd.

Fordrykkur eða með grilluðum fisk og sítrónu.

1.920 krónur.

 

 

Deila.