La Bandina 2004

Tenuta Sant Antonio, sem er í eigu Castagnedi-fjölskyldunnar er gott dæmi um þær jákvæðu breytingar sem hafa átt sér stað en fyrirtækið hefur verið leiðandi í hópi nokkurra fremur lítilla fyrirtækja er leggja áherslu á hæstu gæði fremur en mesta magn.

Vínið La Bandina frá Tenuta Sant Antonio er eins konar „Súper-Valpolicella“, millistig á milli Valpolicella-vína og Amarone og eitt örfárra Valpolicella-vína sem reglulega halar inn fullt hús eða þrjú glös hjá Gambero Rosso, vínbiblíu þeirra Ítala.

La Bandina 2004 er lítill risi, kröftug, krydduð angan með þroskuðum kirsuberjum, sveskjum og rúsínum. Í munni samþjappað og rismikið, tannískt með vott af lakkrís og við, mjög langt og mikið.

Vín sem þarf kröftugan mat. Villibráð, nautasteik eða rétti á borð við Osso Bucco.

3.999 krónur

Deila.