Puerto Salinas 2005

Sierra Salinas er í eigu Castaño-fjölskyldunnar sem á eitt þekktasta vínfyrirtækið í héraðinu Yecla (vín frá Bodegas Castaño hafa verið fáanleg hér) og hefur unnið gífurlegt starf þar við að efla ímynd þrúgunnar Monastrell. Við höfum áður fjallað um vínið Mo 06 en hér er komið að stórabróður þess.

Puerto Salinas 2005  vín er blanda af Monastrell (80%) en jafnframt Cabernet Sauvignon og Grenache eða Garnacha eins og Spánverjar kalla þá þrúgu.

Dökkt og mikið með súkkulaði og svörtum berjum, heitt, eikað og áfengt, heil 15%. Nokkuð kryddað með salvíuvotti en sömuleiðis sedrusviði. Mikið um sig í munni og voldugt, með miklum en mjúkum tannínum.

2.995 krónur.

 

Deila.