Beronia Crianza 2006

Vínhúsið Beronia í Rioja hefur áður komið við sögu en þó það sé ekki með elstu húsum héraðsins og státi ekki af aldalangri sögu eru vínin ekkert slor.

Beronia Crianza 2006 er einfaldasta vín vínhússins en engu að síður virkilega frambærilegt. Kröftugur dökkur ávöxtur með töluverðri vanillu og lakkrís, þetta er eikuð og mjúk Crianza. Mjúk í munni með púðursykri og mildum kryddkeim.

1.798 krónur. Góð kaup.

 

 

Deila.