Terra Antiga Vinho Verde 2008

Grænu vínin eða Vinho Verde eru skemmtilegt fyrirbæri. Þau eru ljós og létt og alla jafna líkt og þetta vín allt að því perlandi. Ekki freyðandi heldur á mörkum þess að vera það sem Frakkar kalla pétillant og Ítalir frizzante, þ.e. það vottar fyrir örlítilli kolsýru sem gerir vínið enn ferskara og þægilegra.

Terra Antiga 2008 er ljóst og fölt á lit, angan skörp og sítrusmikil, milt og létt í munni með ferskri sýru, perlandi á tungu og ágætlega langt, í lokin sitja græn epli og pera eftir í munni.

Ferskur fordrykkur eða með léttum saltfiskréttum eða sushi.

1.789 krónur

 

Deila.