Vinningshafi í rauðvínspotti

Fyrsti rauðvínspottur Vínóteksins var dreginn út nú í vikunni og voru allir þeir sem hafa skráð sig á póstlista Vínóteksins með í pottinum.

Verðlaunin í þessum fyrsta potti voru ekki af verri endanum eða þrjár flöskur af dýrindis vínum frá ástralska framleiðandanum Peter Lehmann. Það er við hæfi að hafa verðlaun frá Lehmann í þessari viku því nú um helgina eru einmitt Peter Lehmann-dagar á Hótel Holti, líkt og sjá má nánar um hér.

En verðlaunahafinn í þessum fyrsta rauðvínspotti heitir Katrín Thorsteinsson og býr hún í Reykjavík. Við óskum henni hjartanlega til hamingju.

Viðtökurnar við rauðvínspottinum hafa verið það góðar að við ætlum að halda áfram með þetta og verður næsti pottur kynntur strax eftir helgi. Þið getið hins vegar tryggt að þið séuð í pottinum með því að skrá ykkur á póstlistann með því að smella hér.

 

 

Deila.