Laroche Chablis 2008

Michel Laroche, núverandi ættarhöfuð Laroche-fjölskyldunnar í Chablis, er með öflugustu talsmönnum héraðsins og vínhús hans eitt það jafnbesta. Það kemur sjaldan sem aldrei fyrir að Laroche-vínin standa ekki undir væntingum.

Þetta er einfaldasta Chablis-vín hússins, stílhreint og fínt. Ferskt með angan af sítrus og eplum, með hressilegri sýru og sprækum ávexti í munni, lifir lengi og með skrúfuðum tappa eins og vera ber fyrir ung vín sem þessi.

Fínn fordrykkur eða t.d. með skelfisk, s.s. humar og rækjum.

2.899 krónur

 

Deila.