Erol sigraði Finlandia Cup

Á þriðja tug barþjóna tóku þátt í Finlandia Vodka Cup en keppnin þar sem keppt var um titilinn „færasti barþjónn Íslands“ var haldin á Nasa á fimmtudagskvöld. Keppendur máttu senda inn einn drykk, sem hvergi hafði verið notaður áður.

Það var að Erol Topal á Radisson SAS sem stóð uppi sem sigurvegari að lokum með drykkinn Dilek en í honum var vodka, Martini Extra Dry, ferskur sítrónusafi, ný jarðarber og Sprite.

Janis Untins á English Pub sigraði hins vegar í Flare-keppninni og Tómas Kristjánsson á Silfri hlaut verðlaun fyrir fagleg vinnubrögð.

Vínótekið mun á næstunni birta uppskriftir og myndir af verðlaunadrykknum og mörgum öðrum þeirra kokkteila sem hristir voru og hrærðir sama á Finlandia Cup.

Deila.