Campo Ceni 2007

Campo Ceni er IGT Toskana vín frá Barone Ricasole en IGT merkir að vínið komi frá tilteknu svæði en falli ekki að öllu undir vínhefðir þess svæðis. Meginþrúga vínsins er Sangiovese en jafnframt er einhverju af hinni frönskættuðu Merlot bætt saman við, sem útskýrir hvers vegna vínið fellur undir IGT-skilgreininguna.

Ricasole Campo Ceni 2007 hefur kröftuga og kryddaða angan af krækiberjum og sólberjum, Það var nokkuð hrátt og skarpt í fyrstu en mýktist hratt við öndun, mæli því með því að flaskan sé opnuð að minnsta kosti klukkutíma fyrir neyslu og víninu jafnvel umhellt. Það hefur góða þykkt í munni, tannískt og nokkuð kröftugt.

Nýtur sín til fulls með mat, t.d. kröftugum pastapottréttum á borð við pasta e fagiole eða lambakjöts-ragú.

2.199 krónur

 

Deila.