Feudi di San Marzano Primitivo 2007

Það er skammt síðan að Negroamaro frá Feudi di San Marzano var tekinn til umfjöllunar en þetta vínhús er gamalt vínsamlag Í Púglía á Suður-Ítalíu, sem var tekið yfir af hinum öfluga vínmanni Valentino Sciotti og umbreytt í framsækið vínhús.

Feudi di San Marzano Primitivo 2007 er dökkt á lit og upp úr glasinu gýs ferskur og tær bláberja- og sólberjasafi með anis-ívafi. Í munni bætist dökkt súkkulaði við, vínið feitt og massamikið, mjúkt og berjaríkt. Virkilega flott.

Til dæmis með kjúklingi að hætti veiðimannsins.

1.730 krónur. Góð kaup.

 

Deila.