Torres Gran Coronas 2005

Miguel Torres er meðal merkustu einstaklinga spænskrar víngerðar fyrr og síðar líkt og nánar má lesa um hér. Hann hefur rutt brautina fyrir vínin frá Katalóníu en þaðan streyma nú mörg frábær vín, t.d. frá framleiðendum á borð við Páres Baltá og Raimat.

Gran Coronas 2005 er að megninu til Cabernet Sauvignon (85%) með spænsku þrúgunni Tempranillo í aukahlutverki. Og þetta er alvöru Cabernet. Dökkt á lit með þykkri angan af kaffibaunum, dökku súkkulaði og eik í bland við þorskaðan sólberja- og krækiberjaávöxt. Þétt, margslungið og með staðföstum en mjúkum tannínum. Heitara í stílnum en t.d. Bordeaux-vín en jafnframt greinilega evrópskt.

Yndislegt núna en gæti verið athyglisvert að geyma í 3 ár eða svo.

Vín fyrir góða kjötrétti, reynið t.d. með andarbringum.

2.449 krónur.

 

Deila.