Meistarinn Miguel Torres

Þetta viðtal við Miguel Torres sem ég tók í heimsókn til Vilafranca del Pénedes er komið nokkuð til ára sinna. Það gefur hins vegar ágæta innsýn í sögu þessa merkilega fyrirtækis:

Þeg­ar fjall­að er um hér­að­ið Pé­nedes er eig­in­lega fyrst og fremst ver­ið að ræða um Migu­el Torres, snill­ing­inn sem kom hér­að­inu á kort­ið og hef­ur raun­ar ver­ið einn helsti sendi­herra spænskr­ar vín­gerð­ar um ára­bil.

Migu­el Torres eldri, sem varð yf­ir­mað­ur Torres-fyr­ir­tæk­is­ins ár­ið 1932, ein­ung­is 23 ára að aldri, hef­ur ver­ið lýst sem við­skipta­snill­ingi. Ör­fá­um ár­um eft­ir að hann erfði fyr­ir­tæk­ið hófst spænska borg­ara­styrj­öld­in, sem hafði mjög al­var­leg áhrif á rekst­ur­inn. Verka­manna­ráð lýð­veld­is­sinna gerði eign­ir Torres upp­tæk­ar og þeg­ar flug­vél­ar Francos gerðu sprengju­árás á Vila­franca del Pé­nedes hæfðu sprengj­urn­ar óvart vín­gerð fjöl­skyld­unn­ar í stað járn­braut­ar­stöðv­ar bæj­ar­ins. Migu­el eldri tókst samt að koma fyr­ir­tæk­inu á flot á ný eft­ir eyði­legg­ingu borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar og gera það að stór­veldi í vín­heim­in­um.

Við upp­haf fimmta ára­tug­ar­ins, þeg­ar síð­ari heims­styrj­öld­in stóð sem hæst, fór hann ásamt konu sinni í sölu­her­ferð til Banda­ríkj­anna og Suð­ur-Am­er­íku og voru við­brögð­in væg­ast sagt góð. Inn­flutn­ing­ur á frönsk­um vín­um hafði al­far­ið fall­ið nið­ur vegna stríðs­ins en spænsku skip­in gátu í krafti hlut­leys­is Spán­ar siglt yf­ir Atl­ants­haf­ið. Hinn mikli út­flutn­ing­ur sem nú hófst til Am­er­íku varð til að bjarga fyr­ir­tæk­inu frá hruni og um leið og stríð­inu lauk hóf Migu­el mikla mark­aðs­sókn um alla Evr­ópu.

Fram til þessa höfðu eng­ar vín­ekr­ur ver­ið í eigu fjöl­skyld­unn­ar, held­ur höfðu þrúg­ur ver­ið keypt­ar af bænd­um hér og þar í Pé­nedes-hér­aði. Næsta skref í hern­að­ar­á­ætl­un Migu­els var að bæta úr því. Til að svo mætti verða þótti nauð­syn­legt að ein­hver úr fjöl­skyld­unni afl­aði sér hinn­ar verð­mætu þekk­ing­ar á þessu sviði og var son­ur hans, Migu­el Augustin, gerð­ur út af örk­inni í því skyni. Eft­ir að hafa lok­ið prófi í efna­fræði frá Barcelona-há­skóla hélt hann til Frakk­lands og nam þar vín­fræði við há­skól­ann í Di­jon í þrjú ár. Þeg­ar Migu­el Augustin kom aft­ur til Vila­franca del Pé­nedes að loknu námi var hann upp­full­ur af nýj­um hug­mynd­um og vildi ólm­ur auka hlut úr­vals franskra vín­þrúgna á borð við Ca­ber­net Sauvignon, Chardonnay og Pinot No­ir við hlið hinna hefð­bundnu spænsku þrúgna, sem voru ráð­andi á vín­ekr­un­um. Fað­ir hans var hins veg­ar ekki sama sinn­is og urðu út af þessu mjög harð­ar deil­ur inn­an fjöl­skyld­unn­ar.

Sig­ur­veg­ari þess­ar­ar rimmu var Migu­el yngri og ár­ið 1960 voru fyrstu Ca­ber­net-þrúg­urn­ar gróð­ur­sett­ar ásamt Chardonnay. Núna er að finna á vín­ekrum Torres, auk hefð­bund­inna kata­lónskra þrúgna á borð við Parellada, Tempranillo, Car­inena og Garnacha, flest­ar þekkt­ustu „al­þjóð­legu“ þrúg­urn­ar, s.s. Riesl­ing, Merlot, Sauvignon Blanc og Gewürztraminer. Torres skipt­ir vín­um sín­um í þrjá flokka. Í fyrsta lagi „hefð­bund­in“ vín úr klass­ísk­um spænsk­um þrúg­um, í öðru lagi „æðri vín“ úr al­þjóð­leg­um jafnt sem spænsk­um þrúg­um og loks einn­ar ekru vín eða Pa­gos úr bestu þrúg­un­um, sama hver upp­runi þeirra er.

Af hefð­bundn­um vín­um Torres má nefna hvítvín­ið Viña Sol, sem fram­leitt er úr Parellada-þrúg­unni, Sangré de Toro, Mið­jarð­ar­hafsvín úr þrúg­un­um Garnacha og Cariñena, og Coronas, sem bygg­ist fyrst og fremst á Tempranillo með agn­ar við­bót af Ca­ber­net.

Sem dæmi um „æðri“ vín­in má nefna Gr­an Viña Sol, hvítvín bland­að úr Chardonnay og Parellada, Viña Es­mer­alda, hvítvín með nokk­urri sætu unn­ið úr Gewürztraminer og Muscat, Gr­an Sangré de Toro, fram­leitt úr völd­um Garnacha og Cariñena-þrúg­um og geymd leng­ur á eik en lit­li­bróð­ir, og Gr­an Coronas, blöndu af Ca­ber­net Sauvignon og lít­ils hátt­ar Tempranillo.

Í hópi einn­ar ekru vín­anna eru hvítvín­ið Castell de Fransola (Sauvignon Blanc og Parellada), Milm­anda (Chardonnay), besta hvítvín fyr­ir­tæk­is­ins er kem­ur af tíu hekt­ara ekru í 500 metra hæð yf­ir sjáv­ar­máli, Mas Bor­r­ás, rauð­vín úr Búrg­und­ar­þrúg­unni Pinot No­ir, og flagg­skip­ið Mas la Pl­ana, sem oft­ast geng­ur und­ir nafn­inu „svarti mið­inn“.

Ca­ber­net-vín­við­ur­inn sem rækt­að­ur er fyr­ir þetta vín var gróð­ur­sett­ur ár­ið 1966 og var vín­ið fram­leitt í fyrsta skipti ár­ið 1970. Öll­um á óvart, lík­lega ekki síst Torres sjálf­um, lenti það í efsta sæti á vín­ólymp­íu­leik­um Gault-Millau í Frakk­landi ár­ið 1970. Château Lato­ur 1970 varð að sætta sig við ann­að sæt­ið, Pichon-La­lande við það þriðja og La Mission Haut-Brion við fjórða sæt­ið. Hef­ur Mas la Pl­ana end­ur­tek­ið þenn­an leik nokkrum sinn­um í sam­bæri­leg­um smökk­un­um.

Þetta varð til að opna augu vín­heims­ins fyr­ir þessu litla kata­lónska vín­fyr­ir­tæki og Torres varð fljót­lega einn virt­asti vín­gerð­ar­mað­ur Spán­ar. Vín hans hafa not­ið hylli um all­an heim og hann hef­ur gegnt starfi frum­kvöð­uls víð­ar, t.d. í Chile, þar sem hann var í hópi þeirra fyrstu til að hefja vín­gerð byggða á nú­tíma­legri tækni. Þá rek­ur dótt­ir hans Miram­ar sam­nefnt fyr­ir­tæki í Kali­forn­íu, sem vak­ið hef­ur þó nokkra at­hygli fyr­ir vín sín.

Torres er einnig ná­tengd­ur ís­lensku vín­sög­unni og voru vín hans með þeim þekkt­ustu hér á landi um langt skeið. Raun­ar var Ís­land mik­il­væg­asti mark­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins á Norð­ur­lönd­um lengi vel og var vín­ekra nefnd Viña Is­landia í virð­ing­ar­skyni við land­ið, en flest­ir full­trú­ar Torres-fjöl­skyld­unn­ar hafa ein­hvern tím­ann heim­sótt Ís­land. Sjálf­ur kom Migu­el til lands­ins ár­ið 1975. Mynd­ar vín­ekr­an Ís­land um fjórð­ung ekr­unn­ar Mas la Pl­ana og má því segja að bestu vín Torres komi frá Ís­landi.

Það dró þó úr vægi ís­lenska mark­að­ar­ins er Torres hóf mark­aðs­sókn í Sví­þjóð og Finn­landi, en þar urðu vín hans einnig brátt með­al sölu­hæstu vína.

Þess má einnig geta að vín­ið sem naut hvað mestra vin­sælda á Ís­landi var sér­bland­að fyr­ir Ís­lands­mark­að, mun sæt­ara vín en nokk­ur ann­ar mark­að­ur vildi. „Ung­ir mark­að­ir fyr­ir vín hafa til­hneig­ingu til þess að vilja sæt vín en þeir gömlu taka þurr vín fram­yf­ir. Þetta er ákveð­in þró­un sem á sér stað. Venju­lega byrj­ar fólk á auð­veld­ari vín­um þeg­ar það hef­ur vín­n­eyslu. Ég myndi til dæm­is aldrei ráð­leggja ungri konu, sem væri að byrja að drekka vín að fara strax í þung og erf­ið vín,“ sagði Migu­el Torres þeg­ar við rædd­um þessi mál.

Torres hef­ur ákveðn­ar skoð­an­ir á flest­um hlut­um og hef­ur ver­ið óþreyt­andi í að auka skiln­ing manna á vín­um og þá ekki ein­ung­is spænsk­um vín­um held­ur vín­um yf­ir­leitt. Með­al ann­ars hef­ur hann lagt mik­ið í rann­sókn­ir á holl­ustu vín­s­ins og hann er fljót­ur að benda á að vín beri ekki að flokka með öðru áfengi, s.s. brennd­um drykkj­um og bjór. „Vín er ekki drukk­ið vegna áfeng­is­á­hrif­anna fyrst og fremst held­ur vegna bragðs­ins. Ef menn vilja verða und­ir áhrif­um eru til aðr­ar miklu fljót­virk­ari og ódýr­ari leið­ir. Vín ber að ræða og grand­skoða. Menn mis­nota ekki hluti sem þeir þekkja vel og bera virð­ingu fyr­ir.“

Þeg­ar hann var spurð­ur hvern­ig hann teldi best að koma í veg fyr­ir að áfengi væri mis­not­að sagði Torres að það væri að fyrstu kynni barna af víni væri flaska á mat­ar­borð­inu. „Þar með er strax kom­in ákveð­in menn­ing­ar­leg teng­ing við neysl­una. Börn­in eiga að sjá for­eldra sína neyta víns und­ir eðli­leg­um kring­um­stæð­um og þeg­ar þau eru orð­in þrett­án eða fjórt­án ára göm­ul má byrja að gefa þeim smá smakk. Þau eiga að sjá að þetta er hlut­ur sem mað­ur á að meta og njóta.“ Hann lagði ríka áherslu á að þetta sé æski­legra en að ung­ling­ar kom­ist fyrst í snert­ingu við áfengi í hópi vina um helg­ar: „Vín­ið er stað­reynd og við verð­um að lifa með því. Við eig­um líka að virða vín­ið. Rétt not­að get­ur það orð­ið til að bæta sam­skipt­in jafnt inn­an fjöl­skyld­unn­ar sem milli vina.“

 

Deila.