Vínótekið í Hollandi

Vínótekið hefur verið í Hollandi undanfarna daga, nánar tiltekið í Amsterdam og Rotterdam. Það var litið við á nokkrum af bestu veitingastöðum landsins og heitustu barnirnir heimsóttir. Þá var litið við hjá De Kuyper, stærsta líkjöraframleiðanda í heimi, og svo auðvitað hápunkturinn, masterclass í kokkteilgerð með Fleur Nitzsche hjá Che Group í Rotterdam, sem við sjáum hér á myndinni.

Við hristum saman marga af þeim kokkteilum sem hafa verið hvað vinsælastir í Hollandi og víðar í Evrópu á síðustu misserum og settum að auki saman nokkra nýja og spennandi kokkteila.

Afrakstur ferðarinnar mun birtast á næstu dögum á Vínótekinu og kokkteilar.is

Deila.