Domaine Pierre Guillemot Savigny-Serpentiéres Premier Cru 2006

Þetta rauðvín frá Bourgogne er frá ágætum framleiðanda, Pierre Guillemot, í Savigny-Les-Beaune. Líkt og önnur rauðvín frá þessu svæði er þrúgan Pinot Noir.

Vínið er nokkuð lokað í fyrstu, gefur ekki mikið af sér. Það opnast hins vegar smám saman og eftir því sem það fær að bíða lengur vex það og verður athyglisverðara. Dökk, rauð skógarber, krydduð með mildri reykangan og „villibráð“. Nær hins vegar aldrei fullu flugi í munni, hefur ágætis byrjun og góðan tannískan endi, en skortir upp á miðjuna. Þarf líklega 1-2 ár í viðbót til að blómastra.

Nýtur sín ágætlega með mat, reynið t.d. með andarbringum í berjasósu.

2.594 krónur

 

 

Deila.