Riscal Tempranillo 2006

Þetta vín kemur frá Rioja-framleiðandanum Marques de Riscal en úr þrúgum sem ræktaðar eru í vínhéraðinu Castilla y León í La Mancha. Þrúgan hins vegar sú saman og í Rioja (og raunar um mest allan Spán) þ.e. Tempranillo.

Í nefi bjart með sultuðum rabarbara og töluverðri vanillu, vínið nokkuð eikað. Í munni mjúkt og feitt, eikin áfram áberandi og ávöxturinn sætur og mjúkur.

2.093 krónur

 

Deila.