Isole e Olena Chianti Classico 2006

Isole e Olena er eitt besta og athyglisverðasta vínhús Chianti í Toskana á Ítalíu. Eigandinn Paolo de Marchi eltir ekki tískusveiflur heldur leggur áherslu á að bæta vín sín jafnt og þétt og viðhalda hinum eðlilega stíl héraðsins. Nafn vínhússins má rekja til tveggja sveitabýla, Isole og Olena, sem de Marchi fjölskyldan festi kaup á á sjötta áratug síðustu aldar.

Isole e Olena 2006 er klassískur og elegant Chianti Classico, kryddaður rifsberja og kirsuberjakeimur, reykur og dökkt súkkulaði. Bjartur og þéttur ávöxtur í munni, skörp tannín og sýra, afskaplega vel balanserað og uppbyggt.  Frábært matarvín.

Með Pasta e Fagiole eða ítölskum kjúkling.

2.995 krónur

 

Deila.