Torres Fransola 2007

Fransola er líkt og flest önnur spænsk hvítvín Miguel Torres frá Pénedes-svæðinu í Katalóníu og eru Sauvignon Blanc-þrúgur notaðar við framleiðslu þess.

Þetta er einnar ekru vín, stíllinn blanda af Nýja-heiminum og Pessac-Leógnan, raunar meira í ætt við síðarnefnda svæðið. Sætur ávöxtur og eik í nefi, ferskjur, greip og hunang. Þykkt og skarpt í munni, góð lengd og jafnvægi. Eikin er þarna, en spilar bara undir, tekur ekki völdin, ávöxturinn fær frítt spil og mikið rosalega er hann flottur.

3.399 krónur

 

Deila.