Vidal-Fleury Chateauneuf-du-Pape 2006

Vidal-Fleury er þekkt vínhús í Rhone, sem á frægð sína að þakka vandaðri víngerð en einnig því að Thomas Jefferson mun hafa heimsótt vínhúsið í Frakklandsferð á átjándu öld.

Vidal-Fleury var í eigu Vidal-fjölskyldunnar allt fram til ársins 1985 en þá keypti Etienne Guigal, einn þekktasti vínmaður Frakklands, meirihluta í fyrirtækinu. Vidal-Fleury hefur hins vegar verið rekið áfram sem algjörlega sjálfstæð eining.

Vidal-Fleury Chateauneuf-du-Pape 2006 er stórt og aflmikið vín.  Kirsuber í súkkulaði, leður, svolítið míneralískt, kóngabrjóstsykur og lavender. Kröftugt í munni, ágengt með skörpum tannínum og pipar.

Með villigæs, rjúpu og lambi.

5.490 krónur

 

Deila.