Francois Allaines Saint-Romain 2007

Þetta hvítvín kemur frá Búrgund í Mið-Frakklandi og líkt og ávallt á þeim slóðum er þrúgan sem notuð er Chardonnay.

Vínhús Francois d’Allaines er ekki stórt en þetta er vandaður og góður framleiðandi sem hefur boðið vín sín á íslenska markaðnum undanfarin ár.

Töluverður sítrus og ferskjur, rjómakennt og mjúkt.  Þykkt og feitt með góðri sýru og lengd.

Með réttum á borð við humarsúpu.

3.493 krónur

 

 

Deila.