Jólasnafs og síld

Þegar fer að líða að jólum bíða Danir spenntir eftir því að jólaákavítið frá Aalborg komi á markaðinn en þar í landi er rík hefð fyrir því að bera fram ískaldan snafs með julefrokost-borðinu. Danir drekka hvorki meira né minna en hálfa milljón lítra af snafsi í desember, það eru ansi mörg staup á hvern Dana.

Álaborgarákavítið hefur tengst dönsku jólahaldi um aldabil en það var hins vegar ekki fyrr en 1982 sem sérstakt jólaákavítið kom fyrst á markaðinn. Það er nokkuð frábrugðið hinu hefðbundna, með kröftugu kúmenkryddbragði. Mjög danskt í stílnum og frábært beint úr frystinum með síldinni.

Deila.