Bellini Rhubarb

Bellini er einn vinsælasti kokkteill Ítalíu og var upphaflega settur saman á hinum fræga Harry’s Bar í Feneyjum. Hér erum við með eina skemmtilega útgáfu þar sem við notum rabarbaralíkjör.

3 cl De Kuyper Sour Rhubarb

Prosecco

Hellið líkjörnum í kampavínsglas og fyllið upp með Prosecco. Hrærið saman með langri skeið. Athugið að kampavínsglös eru mjög mismunandi stærð og því getur verið skynsamlegt að gera einn prufukokkteil til að fínstilla líkjörsmagnið, það gæti þurft að auka eða minnka eftir stærð glasins.

Deila.