Carmen Carmenere-Cabernet Sauvignon 2006

Þetta rauðvín frá Chile er blanda úr tveimur þrúgum, Carmenere og Cabernet Sauvignon, sem báðar eiga uppruna sinn að rekja til Bordeaux í Frakklandi. Sú fyrrnefnda hvarf hins vegar nánast með öllu úr rækt í Frakklandi en fyrir nokkrum árum kom í ljós að þúsundir hektara í Chile sem menn töldu vera Merlot reyndust í raun vera Carmenere.

Vínið er kröftugt með ferskum kryddjurtum, myntu, ekvalyptus og lavender. Á bak við þennan kryddvegg er svo að finna dökkan og þykkan ávöxt, plómusultu og sólber. Áferð vínsins mjúk, það er kröftugt, langt og spennandi.

2.295 krónur

 

Deila.