Tommasi Valpolicella Ripasso 2007

Ripasso er aðferð sem notuð er við víngerð í Valpolicella í Veneto á Ítalíu. Þegar safinn er skilinn frá í lok Amarone-víngerjunarinnar er afganginum, þykkum sætum massa, blandað saman við ungt Valpolicella-vín og gerjunin kemst í gang á nýjan leik, Að því búnu er vínið látið þroskast á tunnum.

Tommasi Ripasso er tignarlegt rauðvín, djúpur ávöxtur, þurrkaður með sveskjum, rúsínum en einnig kirsuberjum og svörtu súkkulaði. Öflugt, kryddað, með mjúkum tannínum.

Drekkið með bragðmiklum mat á borð við Osso Bucco.

3.499 krónur

 

Deila.