Campo Viejo Crianza 2006

Þetta er rauðvín frá Rioja á Spáni. Þrúgan er því Tempranillo og Crianza-flokkunin segir til um að þetta er tiltölulega ungt vín sem ekki hefur verið geymt jafnlengi á eikartunnum og Reserva-vínin.

Campo Viejo Crianza 2006 er enn ungt að upplagi með sætum berjakeim, sólberjum og jarðaberjaböku í bland við milda eikina, vínið feitt og mjúkt með mjög mildri sýru. Smá brenndum núggatsykri bregður stundum fyrir og þarna er líka að finna grænar greinar. Svolítið sætt í munni með mjúkum og staðgóðum tannínum. Ekki stórt en ágætlega útfært Rioja.

Vín sem passar ágætlega við grillkjöt eða milda osta.

1.899 krónur.

 

 

Deila.