Monterio Tempranillo

Þetta rauða kassavín kemur frá hásléttum Spánar og er gert þrúgunni Tempranillo, sem er langalgengasta rauðvínsþrúga Spánar.

Monterio í þriggja lítra kassa er heitt með þroskuðum, sólbökuðum, krydduðum berjum, vínið hefur legið hálft ár á ámum úr amerískri eik, sem skilar sér í þó nokkurri vanillu í angan þess. Það er mjúkt og frekar létt í munni, ekki langt en ágætlega viðkunnalegt.

Monterio á 75 cl. flösku er bjartara með rifsberjasultu og kóngabrjóstsykri, léttur og þægilegur ávöxtur í munni.

Með grilluðu ljósu kjöti, tapasréttum.

Flöskuvínið kostar 1.490 krónur en kassavínið 4.991 króna eða sem samsvarar 1.248 krónur miðað við 75 cl. flösku.

 

 

Deila.