Cono Sur Cabernet Sauvignon 2008

Cono Sur er með framsæknustu framleiðendum Chile. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1993 hefur haft forystu um margs kyns tækninýjungar , áherslu á umhverfismál og kolefnisjöfnun og í þróun nýrra framleiðslusvæða. Ein fimm vín úr grunnlínu Cono Sur  bættust við vínúrval vínbúðanna nú um síðustu mánaðamót.

Cono Sur Cabernet Sauvignon 2008 er létt og kryddað, í nefi bláberja og blómaangan sem og nýbökuð jólakaka. Vínið hefur ungt, ferskt og þægilegt yfirbragð í munni.

Með grillkjöti og kjúkling.

1.695 krónur

 

Deila.