Colomé Torrontes 2008

Rétt eins og þrúgan Malbec hefur haslað sér völl sem hið rauða flaggskip Argentínu þá er hvíta Torrontes sú sem helst er einkennandi fyrir argentínska vínrækt. Torrontes er talin hafa borist til Argentínu með Spánverjum og benda rannsóknir til að hún sé skyld Miðjarðarhafsþrúgum úr Malvasia-fjölskyldunni.

Colomé Torrontes 2008 er frá hinu hrjóstruga héraði Salta í norðurhluta Argentínu. Vínið er mjög ferskt, grösugt með ferskum kryddjurtum, reykelsi og blómum í nefi. Skarpt og kröftugt í munni, míneralískt með léttbeiskum „Fisherman Friends“-legum blossa í lokin.

Með skelfisk og pasta eða grilluðum skelfisk.

1.990 krónur.

 

 

 

Deila.