Valentínusartilboð á Holtinu

Valentínusardagurinn er vissulega bandarískur en ekki íslenskur. Það breytir ekki því að hann veitir ágætis afsökun fyrir okkur til að gleðja makann – eða elskuna – til dæmis með því að bjóða henni (eða honum) út að borða. Gallery Restaurant á Hótel Holti mun næstu tvær helgar bjóða upp á sérstakan matseðil í tilefni af annars vegar Valentínusardegi og hins vegar konudeginum.

Verður seðillinn í boði föstudags- til sunnudagskvölds báðar helgarnar.

Á matseðlinum, sem kostar 5.900 krónur, er maríneraður humar, humarsúpa og hvítt súkkulaðikrem í forrétt og ristaður humar með hvítlauksrjómasósu í aðalrétt. Samhliða þessu verður sérstakt kampavínstilboð og geta gestir keypt kampavínsflösku með matnum á 9.900 krónur.

 

Deila.