Concha y Toro dagar

Það var fjölmenni á Hótel Borg á fimmtudagskvöld þegar Mekka stóð fyrir viðamikilli smökkun á vínum frá chilenska vínfyrirtækinu Concha y Toro í tilefni af komu vínþjónsins Gabriel Silva. Gestum gafst færi á að smakka flest af vínum þessa stærsta vínfyrirtækis Chile, allt frá einfaldari vínum á borð við Sunrise upp í ofurvínin Don Melchor og Almaviva. Silva mun koma víða við um helgina. Á föstudeginum var hann á Vínbarnum og Silfri og á laugardagskvöldinu mun hann veita gestum Argentínu vínráð.

Af þessu tilefni verður sérstakur Concha y Toro-matseðill í boði á veitingahúsinu Silfri. Seðillinn er þriggja rétta og kostar 4.950 krónur. Gestir geta m.a. valið af honum „Lax í gegnum tíðina með trufflu flani, aspas, engifer og sítrónusnjó“, „Folaladalund með tímatböku, Waldorfssalati og sveppagljáa“ eða „Ostafyllta grísalund með rúsínum, rósakáli, hrásalati og sinnepsgljáa“.

Deila.