Woo Woo

Woo Woo er 80’s kokkteill sem er orðinn klassískur á meginlandi Evrópu og nýtur þar enn mikilla vinsælda. Ekki síst má rekja vinsældirnar til þess hversu einfalt er að búa hann til og hentar hann því vel þegar blanda þarf saman marga drykki hratt, t.d. í stórum veislum.

Fyllið glösin af klaka. Bætið svo út í:

3 cl vodka

3 cl Peachtree

Fyllið upp með trönuberjasafa (cranberry) og setjið tvær lime-sneiðar í hvern drykk.

Deila.