Luzon Monastrell 2007

Hér er þriðja vínið frá suður-spænska framleiðandanum Luzon, sem nýlega kom´á markaðinn, en þegar hefur verið fjallað um Luzom Jumilla og Piquito. Í þessu víni fær Monastrell-þrúgan, sem margir þekkja undir franska nafninu Mourvedre, að njóta sín til fulls og líkt og hin vínin tvö er þetta hörkuvín í ljósi verðs.

Luzon Monastrell 2007 er dökkt og þungt með krydduðum sveskjum, plómugraut og heitri, áfengri vanillu. Þykkt og heitt, kryddað og djúpt. Mjúkt í munni með þurrkuðum ávexti í lokin.

1.999  krónur. Mjög góð kaup fyrir verð sem tryggir víninu fjórðu stjörnuna.

 

 

Deila.