Infamous

Þessi drykkur Einars Vals Þorvarðarsonar á 101 er með þeim vinsælli á 101 enda „algjör stelpudrykkur“ að sögn Einars Vals. Galdurinn á bak við hann er bragðblandann af Passoa-ástaraldinslíkjörnum og ACE, sem er appelsínu, gulrótar- og sítrónusafi. Sour Mix er búið til með því að blanda saman lime-safa og sykursírópi í jöfnum hlutföllum og hrista vel saman.

  • 3 cl Absolut Vodka
  • 3 cl Passoa
  • 9 cl ACE-safi
  • dass af Sour Mix (um 1 cl)

Hristið vel saman í kokteilhristara með klaka. Setjið nýja klaka í long-drink glas og hellið í gegnum síu í glasið. Skreytið með myntulaufum á milli klakanna og epli- og sítrónuberki.

 

Deila.