Santa Digna Sauvignon Blanc Reserve 2007

Spánverjinn Miguel Torres var meðal þeirra fyrstu sem veðjuðu á chilensk víngerð. Hann hafði með fjárfestingum sínum í lok áttunda áratugar síðustu aldar mikil áhrif á nútímavæðingu vínanna frá Chile og enn í dag er vínhúsið hans sem heitir Santa Digna með þeim fremstu í landinu.

Santa Digna Sauvignon Blanc 2007 er ljóst og fölt á lit. Sauvignon Blanc er oft skörp og ágeng þrúga en hér er hún í mjúkum og ávaxtaríkum stíl. Í forgrunni eru sætir hitabeltisávextir, kíví og lychee, jafnvel ástaraldin en einnig græn epli og perur. Í munni hefur það mjúkt yfirbragð, sýran mild.

2.049 krónur

Deila.