Saint Clair Pioneer Block 14 Pinot Noir 2007

Það er óhætt að segja að Ný-Sjálendingar hafi náð miklum árangri í víngerð. Ekki síst hefur þeim tekist vel upp með tvær franskar þrúgur, hina hvítu Sauvignon Blanc og hina rauðu Pinot Noir. Báðar eiga þær „heima“ í Mið-Frakklandi og af einverjum ástæðum dafna þær ótrúlega vel á við nýsjálenskar aðstæður.

Pioneer Block 14 Doctor’s Creek Pinot Noir 2007 er eitt af toppvínum Saint Clair. Þetta er hrikalega flottur nýja-heims Pinot Noir. Sultaður rauður berjaávöxtur, jarðarber og rifsber, sætur og rjómakenndur með vanilludropum en einnig blómaangan af fjólum og rósum. Í munni feitt og mjúkt, tannín mjög mild og þægileg.

Þetta er vín sem á vel við lamb, t.d. lambalæri frá Púglía.

3.390 krónur

 

 

Deila.