Lambafile með myntupestó

Það er hægt að leika sér endalaust með íslenska lambið og flestar kryddjurtir falla mjög vel að bragði þess. Myntan er þar engin undantekning.

  • 4 lambafile, helst á beini og fituhreinsuð (lambakórónur)
  • 1 væn lúka myntulauf
  • 1 búnt steinselja
  • 5 hvítlauksgeirar
  • 1 dl furuhnetur
  • 1 dl Parmesanostur
  • 5 dl brauðrasp, helst heimatilbúið
  • 1 sítróna (rífið niður börkinn og pressið safann)
  • 1 dl ólívuolía
  • salt og pipar

Byrjið á því að blanda saman í matvinnsluvél myntu, steinselju, furuhnetum, hvítlauk, safanum úr og berkinum af sítrónunni ásamt klípu af salti. Blandið í þykkt mauk. Bætið þá ólívuolíunni saman við og loks parmesanostinum.

Smyrjið maukinu á file-stykkinn og veltið þeim síðan upp úr brauðraspinu þar til það hylur maukið nær alveg.

Grillið á óbeinum hita undir loki í um tíu til fimmtán mínútur. Berið fram með couscous, búlgur eða ptitim (ísraelsku couscous). Einnig tilvalið með þessu góða Tabbouleh.

Vínið með þarf að vera nokkuð bragðmikill. Kröftugur Spánverji á borð við Emilio Moro eða þá góður Cabernet frá Chile s.s. Montes Alpha.

Deila.