Montalto Pinot Grigio 2008

Sikiley skortir svo sem ekki sínar eigin frábæru hvítu þrúgur á borð við Cataratto, Inzolia og Fiano. Engu að síður eru þar einnig ræktaðar „alþjóðlegri“ þrúgur á borð við Chardonnay og í þessu tilviki Pinot Grigio.

Pinot Grigio er algengust á Norður-Ítalíu en þetta sikileyska eintak frá Montalto er alveg hreint ágætt. Djúp, sæt peruangan, kíví og nýbakað brauð. Þykkari og feitari en norður-ítölsku Pinot Grigio-vínin eru yfirleitt, ágætlega langt og vel gert.

1.699 krónur. Góð kaup.

 

Deila.