Piccini Inzolia Chardonnay 2008

Þetta er létt hvítvín frá Sikiley þar sem hin „alþjóðlega“ þrúga Chardonnay er notuð í bland við sikileysku þrúguna Inzolia.

Daufur sítrus og gul epli, milt út í það að vera dauft. Sæmileg fylling og nokkuð ferskt, í sjálfu sér ekki slæmt vín,  bara mjög sviplaust.

1.598 krónur.

 

 

Deila.