Montalto Cataratto 2008

Þetta er ljúft og milt lífrænt ræktað hvítvín frá vínhúsinu Montalto á suðvesturströnd Sikileyjar þar sem sikileyska þrúgan Cataratto fær að njóta sín vel.

Gul epli og sítrus í nefi, ferskt með mildri sýru og ágætri fyllingu. Þurrt  í munni með mildum hnetukeim.

Fínt sjávarréttavín, t.d. með pasta og skelfisk.

1.749 krónur. Góð kaup.

 

Deila.