Trivento Mixtus Chardonnay Chenin Blanc 2009

Mixtus-línan frá Trivento í Argentínu er ávallt blanda tveggja þrúgna og hér eru það Chardonnay og Chenin Blanc. Chardonnay þarf varla að kynna en Chenin Blanc er ekki eins þekkt. Hún er þó ein af meginþrúgum Loire og notuð í vínum frá svæðum á borð við Anjou, Savenniéres og Vouvray. Algengust er hún þó í Suður-Afríku þar sem töluvert meira er ræktað af Chenin en í Frakklandi.

Trivento Mixtus Chardonnay-Chenin Blanc er ungt vín og ferskt. Ávaxtaríkt og kryddað með sítrónberki, ápríkósum og mildri sætu. Þægilegt sumarvín.

1.399 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.