Francois d Allaines Cote Chalonnaise 2007

Francois d’Allaines er lítill framleiðandi sem stofnaði vínhús sitt árið 1996 í þorpinu Demigny í Búrgund. Hann framleiðir aðallega vín af svæðunum Cote de Beaune og Cote Chalonnaise og hafa vín hans verið fáanleg hér í einhverjum mæli síðustu árin.

Cote Chalonnaise 2007 er Chardonnay-vín líkt og önnur hvítvín af þessum slóðum. Þetta er virkilega þokkafullt hvítvín með hreinum og aðlaðandi ávexti, rjómakennt með sítrus, ekki síst límónu og sætum sítrónuberki ásamt gulum eplum. Ferskt og mjúkt með mildum vanillutónum.

Með grilluðum humar.

2.495 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.