Fortius Rosado 2008

Við höldum áfram með rósavínin og hoppum yfir til Spánar. Þetta rósavín er frá Navarra á Norður-Spáni og þrúgurnar eru Tempranillo og Merlot.

Liturinn er fallega dökk-laxableikur og í nefinu sumarleg angan af berjum og blómum. Þarna eru sæt jarðarber og kirsuber en einnig rauðar rósir, vínið er nokkuð þykkt og bragðmikið af rósavíni að vera. Góð sýra gefur víninu ferskleika.

1.799 krónur. Góð kaup.

 

Deila.