Francois Allaines Bourgogne Rosé 2008

Rósavín frá Bourgogne eru ekki algeng en þau eru til og eru oft mjög athyglisverð, þó ekki væri nema fyrir það það hversu sjaldséð er að sjá Pinot Noir frá Bourgogne í þessum búningi.

Þetta rósavín er framleitt með svokallaðri „saignée“-aðferð, sem í beinni þýðingu myndi útleggjast að liturinn hafi fengið að blæða í vínið. Þrúgurnar eru látnar í ker, þær springa, safinn lekur út og byrjar að taka í sig lit úr þrúguhýðunum. Eftir einhverjar klukkustundir er safinn síaður frá og vínið látið gerjast eins og um hvítvín væri að ræða.

Francois d’Allaines Bourgogne Rosé er laxableikt á lit með fínlegri angan af sítruseberki, rifsberjum og hindberjum. Það er elegant í uppbyggingu og með fínu jafnvægi allra þátta. Virkilega gott sumar-matarvín.

2.790 krónur.

 

Deila.