Tosti Moscato Freisa

Ef einhvern tímann er rétti tíminn fyrir sæt og bleik freyðivín þá er það núna yfir hásumarið. Þetta norður-ítalska vín freyðir með mildum bólum og áfengismagnið er einungis 6,5%.

Sætt með angan af blómum og ferskjumarmelaði. Moscato-einkennin yfirsterkari en hin rauða þrúga Freisa, sem er dæmigerð fyrir Piedmont-héraðið, gefur víninu lit og fléttar inní angan af jarðarberjum.

Fínt með ferskum ávöxtum og berjum.

1.390 krónur

 

Deila.