Marokkósk kjúklingaspjót

Kryddblandan sem hér er notuð til að marinera kjúklingabita áður en þeir eru grillaðir á spjóti er norður-afrísk að uppruna og framandi keimurinn leynir sér ekki.

 • 600 beinlaust kjúklingakjöt, bringur eða læri
 • 1 laukur í marineringu og 2 á spjótin
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 3 sm engiferrót
 • 3 msk paprikukrydd
 • 1 tsk kóríanderkrydd
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 tsk kanil
 • 4 kardimommur
 • 1/2 dl ólívuolía
 • salt og pipar
 • 1 sítróna

Setjið lauk, hvítlauk, engiferrótina, paprikukrydd, túrmerik, kóríanderkrydd, kanil, kardimommur og ólívuolíu í matvinnsluvél. Bætið við safann úr sítrónunni og um msk af rifnum sítrónuberki. Saltið, piprið og maukið.

Skerið kjúklingann í bita og látið liggja í kryddleginum í að minnsta kosti klukkustund. Skerið lauk í bita og þræðið kjúklingabita og lauk til skiptis á grillspjót. Grillið spjótin og berið fram með Tabbouleh Couscous og sítrónubátum.

Deila.