Pasqua Soave 2008

Soave norður af borginni Verona á Norður-Ítalíu er eitt helsta hvítvínshérað landsins og vínin eru yfirleitt að uppistöðu úr þrúgunum Garganega og Trebbiano.

Þetta Soave-vín frá Pasqua er ungt og létt, melónur og perur í nefi, svolítið kryddað og nokkuð þurrt.

2.650 krónur fyrir 1,5 lítra flösku eða 1.325 krónur miðað við 75 cl. Mjög fín kaup á því verði sem tryggir víninu þriðju stjörnuna.

Með léttum sjávarréttum og pasta, t.d. suður-ítölsku pasta með rækjum, fennel og klettasalati.

 

Deila.