William Fevre Chablis Premier Cru Fourchaume 2007

Sumarið 2007 var alls ekkert sérstakt í Chablis frekar en annars staðar í Bourgogne. Það sem bjargaði hins vegar vínunum vorgu góðar aðstæður um vorið í apríl og um haustið í september. Þegar upp var staðið reyndist því 2007 afbragðsár fyrir hvít Búrgundarvín á borð við Chablis.

Þetta vín frá William Fevre er af Fourchaume-ekrunni, sem er ein stærsta og þekktasta Chablis-ekran. Þetta er lágstemmt vín í fyrstu, mjög míneralískt og þurrt með skarpri blóma og sítrusangan. Það rís hins vegar hratt eftir að flaskan hefur verið opnuð, þéttriðið og flókið með mikilli dýpt.

Með humar og öðrum góðum sjávarréttum.

4.683 krónur.

 

Deila.