Douglas Murray látinn

Douglas Murray, einn af stofnendum Montes í Chile, er látinn en hann hafði barist við krabbamein um langt skeið.

Þð var árið 1988 sem fjórir félagar tóku sig saman og stofnuðu fyrirtækið Discover Wine, síðar Montes Allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa langa reynslu af víniðnaðinum en allir þó á ólíkum sviðum. Aurelio Montes hafði um árabil verið víngerðarmaður hjá Undurraga og San Pedro. Douglas Murray hafði verið útflutningsstjóri hjá vínfyrirtækjum á Spáni auk þess að vera framkvæmdastjóri útflutningssamtaka chileska víniðnaðarins. Fjölskylda þriðja félagans, Pedro Grand, hafði um langt skeið stundað vínrækt í Curico og selt þrúgur sínar til Concha y Toro og San Pedro. Sá fjórði, Alfredo Vidaurre, var fyrrum yfirmaður hagfræðideildar Kaþólska háskólans í Santiago auk þess að hafa verið forstjóri San Pedro, sem er eitt stærsta vínfyrirtæki Chile

Murray hafði óbilandi trú á möguleikum chilenskrar víngerðar og var óþreytandi við að ferðast um heiminn til að kynna Montes og Chile. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands og eignaðist hér góða vini

Deila.