Mildöl frá Borg

Borg Brugghús hefur í samstarfi við veitingahúsið Austur, framleitt nýja bjórtegund sem hlotið hefur nafnið Austur brúnöl. Ölið er flokkað sem hefur stuttan framleiðslutíma og ferskt bragð. Var mildöl mjög vinsælt á Bretlandi eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Þetta er annar nýji bjórinn sem Borg kynnir á þessu sumri en fyrir skömmu var hafin framleiðsla á bjórnum Brio, sem eingöngu er seldur á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Fleiri nýjunga munu vera væntanlegar á næstunni.

Borg Brugghús byggir á hefðum Ölgerðarinnar en bruggmeistararnir fá aukið frelsi og útrás fyrir sköpunarkraft sinn með framleiðslu á nýjum tegundum sem bruggaðar eru í litlu magni.

Deila.