Gulrótarsúpa með kókos

Þessi súpa er bæði matarmikil og bragðmikil og sækir innblástur sinn til suður-indverska eldhússins.

  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 sm engiferrót, flysjuð og rifin
  • 10 gulrætur, flysjaðar og skornar í grófa bita
  • 1 msk karrí-krydd
  • 1 tsk chili-flögur
  • 5 dl grænmetissoð
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • ólífuolía

Hitið olíuna í þykkum potti og steikið laukinn ásamt engifer þar til hann byrjar að brúnast. Bætið þá karrí og chiliflögum saman við og hrærið saman. Bætið gulrótarbitunum við og steikið áfram í 4-5 mínútur. Helliið heitu grænmetissoði út í pottinn. Hrærið vel saman og leyfið að malla við suðupunkt í um korter.

Setjið í matvinnsluvél og maukið. Hellið aftur í pottinn og bætið kókosmjólkinni saman við. Hitið upp að suðu og leyfið að malla hægt í 2-3 mínútur.

Setjið í skálar og skerið smá graslauk yfir til skreytingar. Berið fram með heitu naan-brauði.

Deila.